Hér verður farið yfir tímalínu verkefnisins
Mörgum þykir skrítið að við séum komin í þessa stöðu að þurfa að verja þetta ómetanlega náttúrusvæði Reykvíkinga, hér að neðan reynum við að sýna ýmsa atburði í verkefninu í tímaröð.
Um 2014 þróaðist hugmynd Hjördísar Sigurðardóttur um gróðurhvelfinguna BioDome áfram þegar hún sá mikilvægi ferðamannaiðnaðarins fyrir land og þjóð
2014-2016 vinna við gerð skýrslu Sjálfbær Elliðaárdalur en nefndin skilaði skýrslu eftir mikla vinnu í apríl.
Helstu niðurstöður starfshópsins eru að dalurinn verði áfram eitt af aðal útivistarsvæðum borgarinnar, að fjölbreytilegt lífríki dalsins njóti verndar og að þess verði gætt að Elliðaárnar verði áfram frjósöm laxveiðiá.
Þegar starfshópurinn horfir á aukningu meðal ferðamanna er það mat hans að þó að margir þeirra leggi ferð sína í dalinn sé hlutverk hans fyrst og fremst að vera athvarf og útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Aðgerðir sem farið verður í til að bæta innviði dalsins miði að þörfum allra sem dalinn sækja heim.
Borgarbúum er flestum annt um Elliðaárdalinn og því telur starfshópurinn þörf fyrir lifandi vettvang fyrir samræður og samstarf. Hópurinn leggur því til að borgin haldi utan um reglulega/árlega samráðsfundi um dalinn þar sem allir sem áhuga hafa geta hist og rætt brýn mál.
Um mitt ár 2015 fór Hjördís með fyrirtækið sitt Spor í sandinn og BioDome í Startup Reykjavík
Í lok árs 2015 hófst leit að lóð undir BioDome. Hjördís hafði augastað á Laugardalnum og sótti um lóð við hlið tjaldsvæðsins í Laugardal.
Í janúar 2016 fékk Spor í sandinn höfnun um lóðina í Laugardalnum þar sem starfsemin hentaði ekki á svæðið og væri hún einnig fyrirferðamikil auk þess sem Hverfisráð tók illa í hugmyndina. Þó var rætt um að SEA (skrifstofu eigna og atvinnuþróunar) gæti aðstoðað við að finna staðsetningu í Reykjavík. Í framhaldi var haldinn fundur þar sem Hjördís kom með hugmyndir að lóðum, m.a. við Klambratún, við Háskóla Ísland og Elliðaárdalinn.
Þrátt fyrir að vera leita lóðar í Reykjavík þá kemur um vorið synjun um lóð í Hafnarfirði. Ástæða höfnuninnar var m.a. nálægð við opið svæði og aukin umferð.
BioDome var árið 2016 með hugmyndir um fleiri en eitt útibú m.a. í Hafnarfirði samkvæmt lóðaumsókn Spor í sandinn.
Sumar og haust 2016 fá stjórn Hollvinasamtaka Elliðaárdals og Hverfaráð Breiðholts kynningu á 1500fm gróðurhvelfingu frá Spor í Sandinn með hugsanlega staðsetningu við Stekkjabakka á Þ73. Hverfisráð Breiðholts fagnaði uppbyggingunni. Á þessum tíma sátu ekki í Hverfisráði íbúar úr Hólunum eða Stekkjum en það eru þau hverfi sem næst eru umræddu svæði. Ekki var heldur leitað álits íbúa í Hólum og Stekkjum.
Í lok árs fær Spor í sandinn vilyrði fyrir lóð á þ73 og í framhaldinu gera Reykjavíkurborg og Spor í sandinn samning um greiðsluhlutfall vegna vinnu deiliskipulags. Deiliskipulag yrði gert fyrir allann þróunarreitinn og því greiddi Borgin 80% af vinnunni en Spor í sandinn 20%.
Strax í desember var gerð lýsing af svæðinu sem átti að gera deiliskipulag fyrir. Sagt var að skipuleggja ætti reitinn í samráði við nágranna, íbúa og voru Hollvinasamtök Elliðaárdalsins sérstaklega tekin fram sem samráðsaðilar. Ef til vill er einungis verið að ræða um kynningar á tillögu deiliskipulags en ekki skipulagslýsinguna. Allavega var það samráð sem kynnt er til leiks við hagsmunaaðila lítið að marka, ekki er að finna bókanir eða kynningar fyrir íbúa, Hollvinasamtök Elliðaárdals, né íbúasamtök annað en það sem var kynnt fyrir lýsinguna og síðan aftur árið 2018.
Í byrjun árs 2017 kom fram umsögn Borgarsögusafns RVK þar sem bent er á minjar á svæðinu. Þar er bent á að þrjú hús eru á skipulagssvæðinu sem vert er að vernda og Vatnsveituvegurinn er friðaður
Skipulag innan Breiðholts var kynnt á kynningarfundi í febrúar þar var kynnt skipulag við Suður Mjódd, Mjódd og Stekkjarbakkann.
Í lok ársins var vilyrði Spor í sandinn uppfært 1500fm byggingin mátti nú verða 4400 fm og lóðin var með stækkunarmöguleika. Spor í sandinn nýtti sér orð Hverfisráðs Breiðholts sem fagnaði uppbyggingunni er kynnt var 1500 fm gróðurhvelfing.
Kynning á nýju stærð visthvolfs Aldin-Biodome var gerð á aðalfundi Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins. Það var í fyrsta sinn síðan haust 2016 sem Hollvinasamtök fá kynningu en í fyrri kynningu var um að ræða 1500fm.
Breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur var gert um mitt ár þar sem lega Stekkjabakka var haldið á núverandi stað. Þetta var gert með vísun í uppfærð umferðarspárlíkan. Hér er ágætt að minnast á að Hollvinasamtök mótmæltu aðalskipulagi og vildu að svæðið yrði hluti af útivistarsvæði dalsins.
Íbúar spyrja af hverju þeir og íbúar annarra aðliggjandi hverfa, hafi ekki verið hafðir með í ráðum við umsögn Hverfisráðs árið 2016. Nokkrum dögum seinna koma spurningar og vangaveltur frá Hverfisstjóra Breiðholts en fyrirspurn þessari hefur aldrei verið svarað, hún var aðeins móttekin. Ítrekað hefur verið óskað eftir svörum.
Deiliskipulagstillaga var auglýst í byrjun árs 2019 tveimur árum eftir að lýsing vegna þess var gerð. Meirihluti borgarstjórnar samþykkti tillöguna sem inniheldur fleiri lóðir á svæðinu sem eru þó án byggingarheimilda í augnarblikinu. Minnihlutinn var á móti samþykkt og taldi svæðið ætti að vera friðlýst. Tillaga deiliskipulagsins var auglýst frá 21. janúar til 4.mars
Mánuði eftir auglýsingu tillögunnar eða 20. febrúar er íbúafundur haldinn í Gerðubergi þar sem deiliskipulagstillagan var kynnt. Einnig var haldin kynning um Aldin Biodome og Garðyrkjufélag Reykjavíkur. Margir gestir fundarins lýstu óánægju sinni með þessar framkvæmdir. Frestur til að skila athugasemdum var einungis opinn á meðan auglýsingunni stóð eða til 4. mars. Hollvinasamtök tilkynna borg að þau muni nýta sér ákvæði reglugerðar og fara í undirskriftasöfnun verði deiliskipulag samþykkt.
Alls bárust 58 athugasemdir um deiliskipulagstillöguna, ásamt umsögnum frá Veitum, Umhverfisstofnun og Minjastofnun Íslands. Að sjálfsögðu sendu Hollvinasamtök inn athugasemd auk þess sem þau komu með athugasemdir á óformlegum kynningarfundi. Flestum athugasemdum var svarað á þá leið að þær kröfðust ekki breytinga á greinargerð eða skipulagsupdrætti. Öllum athugasemdum er vörðuðu skerðingu grænna svæða, gengið væri á mörk Elliðaárdals eða þrengja væri að dalnum var svarað með eftirtöldum málsgreinum frá Reykjavíkurborg:
Ekki er um að ræða eiginlegt grænt svæði í borginni til útivistariðkunar, heldur þróunarsvæði sem er ekki hluti af dalnum skv.skilgreiningu á landnotkun í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.. Um er að ræða raskað svæði í jaðri útivistarsvæðisins í Elliðaárdal og hefur uppbygging á svæðinu óveruleg áhrif á eiginlegt útivistarsvæðii Elliðaárdalsins. Ekki er tekið undir þá athugasemd að verið sé að þrengja að Elliðaárdalnum. Afmörkun dalsins sem Borgargarðs var skilgreind í af starfshóp hjá Reykjavíkurborg sem skilaði tillögu til borgarráðs fyrir nokkrum árum, sjá mynd. Elliðaárdalur sem borgargarður er skilgreindur innan hvítu línunnar á myndinni en deiliskipulagssvæði Stekkjarbakka er merkt inn sunnan við þá afmörkun.
Tillaga áðurnefnds starfshópsvar að skilgreindir þróunarreitir skv. aðalskipulagi yrðu ekki hluti af borgargarðinum, þar sem áætlanir um þau svæði væru í öðru ferli. Starfshópurinn var einnig með þá tillögu að hefja þyrfti vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi Elliðaárdalsins (sú vinna er hafin), skilgreina þyrfti stærra hverfisverndarsvæði á grundvelli náttúrufarsúttekta og samhliða yrði gerð umhirðuáætlun fyrir dalinn.
Deiliskipulag fyrir svæði Þ73 er unnið á grunni Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 og er skilgreint í greinargerð á eftirfarandi hátt: „ Um er að ræða raskað svæði í jaðri útivistarsvæðisins í Elliðaárdal. Svæði fyrir starfsemi sem hentar í nálægð útivistarsvæðisins, tengist útivist, íþróttastarfsemi eða samfélagsþjónustu. Umfang mögulegra bygginga verði takmarkað og miðist við 1-2 hæðir. Möguleg byggð hafi sem minnst sjónræn áhrif frá Elliðaárdalnum. Einnig heimilt að gera ráð fyrir “grænni starfsemi”, ræktun og gróðrarstöð.“ Vinna við breytingu á deiliskipulagi fyrir Elliðaárdalinn er í gangi og búið er að skilgreina mörk þess. Í því deiliskipulagi er ekki gert ráð fyrir nýjum stórum mannvirkjum og aðallega horft til endurbóta á stígum, áningarstöðum og bættri útivistaraðstöðu í dalnum
Umhverfisstofnun (UST) gaf umsögn og taldi deiliskipulagið ekki í samræmi við aðalskipulag og inn á uppdrætti vantar hverfisverndarsvæði Elliðaárdals. UST taldi svæðið ná yfir vatnasvæði Elliðaáa sem eru á náttúruverndarskrá, einnig var bent á að ljósmengun gæti ekki talist óveruleg og benti á breytta upplifun notenda dalsins og skerða útivistarsvæði almennings verulega og þrengja aðkomu almennings að því. Ekki þótti Reykjavík tilefni til endurskoðunar og sagði svæðið að þeirra mati í samræmi við aðalskipulag. Lóðir voru þó færðar frá vatnasvæði Elliðaáa og vatnasviðið og hverfisvernd Elliðaárdalssins voru merkt inn á uppdrætti.
Veitur bentu á borholuhús og fráveitulagnir sem ekki voru merktar inn á svæðið. Einnig bentu þeir á að ekki væri leyfilegt að byggja ofan á svæði fráveitulagna. Þá óskuðu þeir eftir útskýringum hvernig ætti að nýta náttúruauðlindir svæðisins líkt og tekið var fram í greinargerð deiliskipulagstillögunnar og benda á að Veitur eru með nýtingarrétt á jarðvarmanum á svæðinu. Reykjavíkurborg tók tillit til athugasemda, lagnir og borholuhús voru færð inn á uppdrætti og til skoðunar er færsla á fráveitulögn.
Heyrst hefur að áætlaður kostaður við færslu lagna sé 800 milljónir.
Minjastofnun Ísland tók undir áðurnefnda umsögn Borgarsögusafn Reykjavíkur þar sem bent er á þrjú hús sem vert er að vernda, eitt af þeim er Gilsbakki sem ekki er fyrirhugað að vernda. Einnig er bent á að Vatnsveituvegurinn sé friðaður og skal vera merktur inn. Reykjavíkurborg sagði Gilsbakka áfram víkjandi í skipulagi svæðisins en Vatnsveituvegur var merktur inn á uppdrátt.
Um haustið skrifaði Skipulagsstofnun umsögn og vantaði ýtarlegri frágang á kvöðum svæðis, t.d. fráveitu frá svæðinu, lýsingu og hávaða vegna umferðar.
Deiliskipulagið var samþykkt í borgarráði og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Við auglýsinguna var vilyrði lóðar til Spors í sandinn staðfest.
Íbúar í Stekkiahverfi senda kvörtun til umboðsmanns borgarbúa vegna þess að Hverfisráð svaraði aldrei erindi þeirra frá árinu 2018
Hollvinasamtök Elliðaárdalsins standa á bakvið undirskriftarsöfnun til að knýja fram íbúakosningar þar sem spurt verður, hvort íbúar í Reykjavík séu fylgjandi eða andvígir breytingu á deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka þróunarreit 73 (Þ73) Elliðaárdal.
Við hvetjum þig til að skrá þig hérna