Elliðaárdalurinn er einstök náttúruperla í hjarta reykjavíkur, hér gerum við tilraun til að lista upp eitthvað af þeim atriðum sem gera hann svona sérstakan
Elliðaárdalurinn er vinsælasta útivistarsvæði Reykjavíkur og stærsta græna svæðið innan borgarmarka. Hann nær frá Elliðavatni til sjávar við Elliðavog. Hann býður upp á fjölbreytt umhverfi bæði hvað varðar landslag og gróður.
Mörg hverfi liggja að dalnum. þau eru Ártún, Árbær, Höfði að norðan en að sunnan er Vogahverfi, Fossvogur og Breiðholt.
Í dalnum eru ótal friðlýstar minjar, merkilegir sögustaðir, fjölbreytt jarðfræði og fuglalíf.
Elliðaárnar renna niður dalinn og þaðan fær hann nafn sitt. Elliðaárnar eru lindár og lindár eru áa fegurstar. Þær hafa jafnt og stöðugt rennsli og fiskigengd er mikil. Í Elliðaárnum hefur nánast eingöngu verið stunduð stangveiði frá 1890.
Í Elliðaárdal má finna nokkra fossa. Þekktastur er líklegast Kermóafoss og einnig Búrfoss en í þeim síðarnefnda má oft sjá ungmenni busla á sólríkum sumardögum.
Yfir 180 tegundir plantna lifa sjálfstæðu lífi í dalnum. Það eru ýmist upprunalegar plöntur eða aðfluttar.
59 tegundir fugla verpa í dalnum. M.a. verpa 3-4 álftapör við vatnið árlega.
Ýmis útivist er stunduð í Elliðaárdal, má þar nefna stangveiði, hlaup, reiðmennska. Ennfremur kemur fjöldi fólks í dalinn á eigin vegum gangandi, skokkandi og hjólandi.
Elliðaárnar eru heimavöllur Stangveiðifélag Reykjavíkur og þar er bæði stunduð Laxveiði og Silungsveiði og félagsmenn eru vel yfir 3.000 manns. Stangveiðifélagið var stofnað 1939.
Hestamannafélagið Fákur er á Víðivöllum í Elliðaárdal. Þar eru þeir með glæsilega reiðhöll og 2 hesthúsahverfi. Fákur var stofnaður 1922.
Íþróttafélagið Fylkir er miðsvæðis í Árbæjarhverfi og innan Elliðaárdals.
Árbæjarlaug er miðsvæðis í Elliðaárdalnum. Hún var opnuð 1994.
Snarfari er félag skemmtibátaeigenda í Elliðavogu og var stofnað 1975 og með yfir 300 meðlimi.
Í Ártúnsbrekku er skíðalyfta se mer látin ganga á meðan snjór er á svæðinu.
Árbæjarsafn er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíur.
Hollvinasamtök Elliðaárdalsins standa á bakvið undirskriftarsöfnun til að knýja fram íbúakosningar þar sem spurt verður, hvort íbúar í Reykjavík séu fylgjandi eða andvígir breytingu á deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka þróunarreit 73 (Þ73) Elliðaárdal.
Við hvetjum þig til að skrá þig hérna
Heimildir
Elliðaárdalur – Land og Saga – Höf Árni Hjartarson ( 1998 )
Elliðaárdalur – Perla Reykjavíkur – Höf Árni Hjartarson og Helgi M. Sigurðsson ( 2016 )