Hvað ef rekstur Bio Dome gengur ekki upp?

Skoðum nærtæk dæmi til að gera okkur grein fyrirþví hvaða afleiðingar það getur haft ef rekstur þeirra starfsemi sem fer á svæðið gengur ekki upp.

Þær byggingar sem þarna verða reistar eru líklegast komnar til að vera.

Þess vegna skiptir máli að viðskiptaráætlun að baki rekstrinum séu traustvekjandi. Við vitum að hús hafi verið byggð á viðkvæmum svæðum í góðri trú og þegar starfsemin hefur ekki staðið undir sér þá hafa íbúar þurft að sætta sig við starfsemi á svæðinu semhefði hugsanlega ekki samþykkt i byrjun. 

Má þar með annars nefna:

Fornbílaklúbbur fékk húsnæði í Elliðaárdalnum. Þetta þótti eflaust fín hugmynd að hafa litla byggingu fyrir fornbíla við Rafstöðvarveginn en eftir að þeir gáfust upp þá hefur húsnæðið verið notað fyrir líkamsrækt og núna hýsir byggingin Hitt Húsið. 

Önnur dæmi eru Perlan en það tók marga áratugi að gera starfsemi þar það arðbæra að hún stæði undir sér. 

Þriðja dæmið er svo húsnæði Karlakórsins Ýmis í Öskjuhlíð sem nú er orðið  að mosku.

Fjórða dæmið er gróðurhús í Keflavík, áleiðis út á flugvöll,  sem hýsir nú bílasölu.

Nýlega var bygging Ásatrúarhofs í Öskjuhlíð í fréttum en byggingin hefur tafist mikið vegna fjárskorts söfnuðarins.  

 

 

Ansi mörg dæmi eru því um sérhæft húsnæði í eða við útivistarfsvæði sem skipta hafa um tilgang þar sem upprunalegur rekstur stóð ekki undir sér

 

Hollvinasamtök Elliðaárdalsins standa á bakvið undirskriftarsöfnun til að knýja fram íbúakosningar þar sem spurt verður, hvort íbúar í Reykjavík séu fylgjandi eða andvígir breytingu á deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka þróunarreit 73 (Þ73) Elliðaárdal.

Við hvetjum þig til að skrá þig hérna

https://listar.island.is/Stydjum/56