Er Elliðaárdalurinn að stækka eða minnka?

Fyrsta yfirlitsmyndin sem Hollvinasamtök Elliðaárdalsins fengum um útlínur dalsins var í undirbúningsferlinu að stofnun samtakana árið 2012. Þá voru útlínur dregnar svo til við alla byggð í dalnum og frá ósum og upp að brúni á Elliðaánum við Breiðholtsbraut. Í samræmi við þetta sendu borgaryfirvöld Hollvinasamtökunum t.a.m. beiðni um umsögn vegna hjóla- og göngubrúa í Elliðaárósum sem nú er risin.

Strax um áramótin  2012-2013 var komið ný yfirlitsmynd, mynd 1.

Mynd 1

Á þessari mynd sést greinilega að búið er að taka út úr dalnum stór svæði við Suðurfell efst í Breiðholti og tvo bletti á milli Rafstöðvarvegar og Ártúnsholts, ekki er enn búið að hrófla við svæðinu norðan Stekkjarbakka, svæði sem núna er búið að skipuleggja og Hollvinasamtökin vilja að ráðstöfun þess fari í íbúakosningu. 

Borgin lét vinna umfangsmikla skýrslu um sjálfbæran Elliðaárdal árin 2014-2016 í samráði við marga hagsmunaaðila sem heitir SJÁLFBÆR ELLIÐAÁRDALUR – STEFNA REYKJAVÍKUR. Mikil vinna var lögð í að ná sem víðtækastri sátt um framtíðarsýn dalsins eins og sést í loksútgáfu skýrslunnar sem kom út í lok ágúst 2016. 

Mynd 2

Mynd 2 „Tillögur starfshóps borgarinnar um útlínur dalsins 2014-2016“

Þarna er ennþá dregin lína í gegnum Stekkjarbakkann. Í skýrslunni sem fjallað er um hér að ofan, á bls. 14, kemur eftirfarandi fram um svæðið við Stekkjarbakka:

„Varðandi þróunarreit Þ73 sem staðsettur er norðan Stekkjarbakka í Neðra – Breiðholti telur starfshópurinn að æskilegt sé að Stekkjarbakki verði færður til í norðurátt. Þannig myndast aukið svigrúm sunnan Stekkjarbakkans fyrir byggingu á lágreistum íbúðarhúsum eða þjónustubyggingum . Byggðin sem staðsett er norðan Stekkjarbakkans skal vera víkjandi og frekar lögð áhersla á að þar verði skarpari tenging við útivistarsvæðið í Elliðaárdal – þ.e.a.s. nokkurs konar hlið inn á útivistarsvæðið með tilheyrandi innviðum þ.m.t bílastæðum og gróðri tengingu við hjólastíga og almenningssamgöngur“

 

Fram undan eru fleiri atlögur að Elliðaárdalnum, því eins og fram er komið þá á líka að byggja frá Árbæjarsafni niður að rafstöðinni á milli Rafstöðvarvegar og Ártúnsholts, auk svæðis við Suðurfell.

Mynd 3

Hollvinasamtök Elliðaárdalsins standa á bakvið undirskriftarsöfnun til að knýja fram íbúakosningar þar sem spurt verður, hvort íbúar í Reykjavík séu fylgjandi eða andvígir breytingu á deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka þróunarreit 73 (Þ73) Elliðaárdal.

Við hvetjum þig til að skrá þig hérna

https://listar.island.is/Stydjum/56