Eru aðrir reitir í dalnum í hættu?

Hér förum við yfir önnur svæði í Elliðaárdalnum þar sem stendur til að byggja á

Já, samkvæmt aðalskipulagi eru nokkrir aðrir þróunarreitir í dalnum sem til stendur að byggja á.  Til dæmis stendur til að byggja einbýlishús við Suðurfell, efst við Ögurhvarf, og mun sú framkvæmd eyðuleggja 10 km hlaupahringinn í dalnum.  Á þessari leið hefur Powerrade hlauparöðin, sem tilnefnd hefur verið til Samfélagsverðlauna, verið hlaupin í mörg ár.   

Notendur dalsins hafa aldrei verið spurðir að því hvernig þeir vilja sjá dalinn, og jaðarsvæði dalsins, þróast.  Ekki bara samkvæmt aðalskipulagi heldur í raun og veru.  Það er það sem við viljum kalla eftir með íbúakosningu og því óskum við eftir að fólk skrifi undir hér að neðan.

Hollvinasamtök Elliðaárdalsins standa á bakvið undirskriftarsöfnun til að knýja fram íbúakosningar þar sem spurt verður, hvort íbúar í Reykjavík séu fylgjandi eða andvígir breytingu á deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka þróunarreit 73 (Þ73) Elliðaárdal.

Við hvetjum þig til að skrá þig hérna

https://listar.island.is/Stydjum/56