Ekki einungis íbúar hafa mótmælt eða gefið umsögn um nýja deiliskipulagið á Þróunarreit Þ73. Ýmsar fagstofnanir hafa veitt álit sitt á fyrirhuguðum framkvæmdum og eru þau útlistuð hér að neðan:
“Að mati Umhverfisstofnunar er verið að áætla framkvæmdir inni á svæði á náttúruminjaskrá og einnig er verið að áætla mikið rask inni á vatnasvæði Elliðaánna sem getur haft neikvæð áhrif á Elliðaárnar”
Umhverfisstofnun
“Einnig bendir stofnunin á að áætlaðar framkvæmdir falla ekki allar að áætlunum um þróunarsvæðið þar sem hún tengist ekki útivist, íþróttarsvæði eða samfélagsþjónustu”
Umhverfisstofnun
Hollvinasamtök Elliðaárdalsins standa á bakvið undirskriftarsöfnun til að knýja fram íbúakosningar þar sem spurt verður, hvort íbúar í Reykjavík séu fylgjandi eða andvígir breytingu á deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka þróunarreit 73 (Þ73) Elliðaárdal.
Við hvetjum þig til að skrá þig hérna