Verndum Elliðaárdalinn

Undirskriftasöfnun til að knýja fram íbúakosningu um deiliskipulag Þ73

lýkur á miðnætti í kvöld 28. febrúar!

Þ73

Undirskriftasöfnunin er hafin

Þ73 er á svæði í Elliðaárdalnum norðan Stekkjarbakka þar sem meðal annars eru áform um að byggja 4.500 fermetra hvelfingu.

Undirskriftasöfnunin er hafin og stendur til 28. febrúar 2020.
Aðsetur Hollvinasamtakanna er í Mörkinni 4 og er opin alla virka daga frá 16 til 20 á meðan á undirskriftasöfnuninni stendur.
 
Við þurfum að safna undirskrift 20% þeirra sem eiga kosningarétt í Reykjavík.
Áætlum að þetta séu rúmlega 18.000 undirskriftir.
Þeir sem mega undirrita eru þeir sem eiga kosningarétt við kosningar til sveitarstjórnar:
1. Kosningarétt við kosningar til sveitarstjórnar á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili í sveitarfélaginu.

2. Enn fremur eiga kosningarétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag.

Skráning

Rafræn undirskrift

Reykjavíkurborg tekur á móti rafrænum undirskriftum á heimasíðu island.is

Hollvinasamtök Elliðaárdalsins taka einnig á móti undirskriftum í Mörkinni 4. 108 Reykjavík.

Spurningar og svör